Retail therapy
- kolbrungardarsdott
- 6 days ago
- 1 min read
Ég er komin með löngunina aftur til þess að fara í bæinn
og eyða öllum peningnum mínum í ný föt.
Mig langar að kaupa prjónaðar peysur í hlýjum litum sem segja:
,,Ég er klár, þú getur treyst mér.”
Mig langar að kaupa lítil pils sem segja:
,,Ég er skemmtileg og sæt.”
Doppóttar sokkabuxur sem þú horfir á og hugsar:
,,Mér líkar við hana.”
Þung, dýr kerti sem lykta eins og vetrarskógur og te og kærleikur
og kannski þá mun lyktin hellast yfir mig
og renna saman við mig – verða að mér.


Comments